Hoppa yfir valmynd

Rafræn útgáfa vottorða til staðfestingar á sóttkví

Þeir sem þurfa að sitja í sóttkví samkvæmt ákvörðun heilbrigðisyfirvalda geta nú sjálfir skráð upplýsingar um það inn á vefinn heilsuvera.is og fengið vottorð þar að lútandi. Vottorðin eru án endurgjalds. Vakin er athygli á því að skráning í heilsuveru krefst þess að notandi sé með rafræn skilríki.

Þeir sem hafa ekki rafræn skilríki og geta ekki nýtt sér heilsuveru eiga að hafa samband við heilsugæslustöðina sína. Heilsugæslustöðin kemur upplýsingum um sóttkví viðkomandi til sóttvarnalæknis. Til að fá staðfestingu á sóttkví geta þeir sem þess þurfa með sent tölvupóst á netfangið [email protected] og skrá í efnislínu: Staðfesting á sóttkví.

Hér að neðan má sjá hvernig skráningarformið lítur út á vefnum heilsuvera.is sem allir með rafræn skilríki geta nýtt sér til að skrá sig í sóttkví og sækja sér vottorð þess efnis.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics