Hoppa yfir valmynd

COVID-19 - heimsfaraldur: Strangar ferðatakmarkanir

Indversk stjórnvöld hafa sett strangar ferðatakmarkanir til landsins í kjölfar þess að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreindi útbreiðslu kórónaveirunnar COVID-19 sem heimsfaraldur.

Indversk stjórnvöld hafa ógilt allar útgefnar vegabréfsáritanir nema þær sem gefnar hafa verið út til diplómata, opinberra starfsmanna, Sþ/alþjóðastofnana og fólks á atvinnu- eða verkefnaáritun til 15. apríl 2020.

Leiðbeiningar til ferðamanna: Mælt er til þess að þeir ferðamenn sem eru að koma til landsins, þar á meðal indverskir ríkisborgarar, forðist ónauðsynleg ferðalög, en við komu gæti þeim einnig verið gert að sæta sóttkví í 14 daga hið minnsta. Alþjóðleg umferð í gegnum landamæri verður takmörkuð við sérstakar stöðvar sem búnar verða tækjum til skimunar. 

Allar þessar ráðstafanir taka í gildi kl. 12:00 þann 13. mars, 2020, frá brottfararstað. Lesa má sameiginlegar ferðaleiðbeiningar frá indverskum stjórnvöldum, innanríkisráðuneyti landsins og útlendingastofnun Indlands hér: https://boi.gov.in/content/advisory-travel-and-visa-restrictions-related-covid-19-0?fbclid=IwAR17y_hrhbfD2lelFkqL2vRlWlGcOb29yETTNI1BOTQ8RUKnkZj6w0J8WHA

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics