Hoppa yfir valmynd

Hægt að áætla fjárhæðir stuðningslána og lokunarstyrkja í reiknivél á Ísland.is

Fyrirtæki geta nú kannað hvernig þau falla undir úrræði sem stjórnvöld hafa kynnt vegna Covid-19 í reiknivél á vefnum Ísland.is. Senn verður opnað fyrir móttöku umsókna um lokunarstyrki og stuðningslán á vefnum, auk þess sem þar er að finna upplýsingar um viðbótarlán.

Reiknivélin leiðir fyrirtæki áfram í gegnum spurningalista þar sem þau geta mátað sig við úrræðin og fengið vísbendingu um stöðu sína, en endanleg niðurstaða liggur fyrir að loknu umsóknarferli. Einnig býðst fyrirtækjum að skrá sig á póstlista en Stafrænt Ísland sendir út tilkynningu um leið og verður opnað fyrir umsóknir.

  • Upplýsingar og reiknivél um lokunarstyrki á Ísland.is 
  • Upplýsingar og reiknivél vegna stuðningslána á Ísland.is 
  • Upplýsingar um viðbótarlán á Ísland.is

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics