Hoppa yfir valmynd

Metaðsókn í sumarnám: 5.100 nemar í háskólum, 330 í framhaldsskólum

Skráningum í sumarnám háskólanna hefur fjölgar ört og nú hafa 5.100 nemendur skráð sig í slíkt nám og rúmlega 330 í sumarnám framhaldsskólanna. Aðgerðunum stjórnvalda er ætlað að sporna gegn atvinnuleysi og efla virkni og menntun meðal ungs fólks og atvinnuleitenda. Alls 800 milljónum kr. er varið til að efla sumarnám og 2,2 milljörðum kr. í átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn.

„Aðsóknin í sumarnámið er vonum framar enda fjölmargir spennandi námskostir í boði hjá framhalds- og háskólum. Ég hvet alla til þess að kynna sér þau tækifæri sem eru í boði. Það gleður mig sérstaklega hversu mikil aðsókn er í íslenskunámskeið hjá Háskóla Íslands. Þar hefur orðið að bæta við námskeiðum í Íslensku sem öðru máli og eru 400 nemendur skráðir á þau námskeið nú í júní,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Upplýsingar um framboð og námskosti í sumarnámi má finna á vefnum næstaskref.is. Bæði er hægt að taka einingarbæra áfanga sem og fjölbreytt námskeið en sérstök áhersla er á nám sem nýtist sem undirbúningur fyrir háskólanám, námskeið á sviði iðn- og verknáms, valkosti á sviði símenntunar og færnibrýr fyrir atvinnuleitendur sem vilja skipta um starfsvettvang.

Upplýsingar um sumarstörf námsmanna má finna á vef Vinnumálastofnunar.

Tags

4. Menntun fyrir öll

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics