Hoppa yfir valmynd

Aukin áhersla á fjarheilbrigðisþjónustu

Sjúkratryggingar Íslands vinna að því að auðvelda sjúklingum aðgengi að heilbrigðisþjónustu við þær aðstæður sem nú ríkja með því að bjóða upp á fleiri þjónustuform. Þannig munu SÍ greiða veitendum fyrir fjarheilbrigðisþjónustu, þ.e. símtöl og myndsímtöl, þegar það hentar sjúklingi og þegar skilyrði um slíka þjónustu eru uppfyllt. Þetta á bæði við um þjónustu heilsugæslu og sérgreinalækna og ef til vill fleiri. Um þetta er fjallað í tilkynningu á vef Sjúkratrygginga Íslands.

 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics