Hoppa yfir valmynd

Covid.is aðgengileg á átta tungumálum

Covid.is, upplýsingasíða landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, hefur nú verið þýdd yfir á átta tungumál til að tryggja betra aðgengi að upplýsingum og leiðbeiningum varðandi COVID-19 faraldurinn fyrir innflytjendur sem tala ekki íslensku, en þeir eru um 12,5% af þjóðinni. Upplýsingarnar eru nú aðgengilegar á pólsku, ensku, arabísku, persnesku, kúrdísku, spænsku, litháensku og tælensku. Félagsmálaráðuneytið sá um allar þýðingar fyrir utan ensku og pólsku.

Á síðunni má nálgast helstu upplýsingar varðandi aðgerðir stjórnvalda, forvarnir, samkomubann, leiðbeiningar um sóttkví, einangrun og fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri sýkingu kórónuveirunnar.

Þýðingar hafa íslensk yfirheiti þannig að starfsmenn í heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu geta auðveldlega leiðbeint einstaklingum sem tala ekki íslensku á viðeigandi upplýsingar á þeirra móðurmáli. 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics