Hoppa yfir valmynd

Leiðbeinandi viðmið um íþrótta- og æskulýðsstarf og árétting sóttvarnalæknis varðandi íþróttir fullorðinna

Vegna fjölda fyrirspurna hefur heilbrigðisráðuneytið í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið tekið saman leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar þegar kemur að íþrótta og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna. Viðmiðin má finna á vef heilbrigðisráðuneytisins

Sjá einnig áréttingu sóttvarnalæknis varðandi íþróttir fullorðinna: 

Sóttvarnalæknir áréttar að í auglýsingum heilbrigðisráðherra um samkomubann og um takmarkanir á skólastarfi er fjallað um að nálægð einstaklinga verði ekki minni en tveir metrar ef því er við komið.

Einnig er ljóst að með vísan í leiðbeiningar um almennar sóttvarnaráðstafanir t.d. varðandi hreinlæti og smitleiðir að sameiginleg notkun á hverskonar búnaði til íþróttaiðkunar án góðrar sótthreinsunar á milli notkunar einstaklinga er mjög varasöm og ekki í anda fyrirmæla um sóttvarnir. Þetta gildir til dæmis um bolta, dýnur, rimla, handlóð, skíðalyftur og ýmsan annan búnað til íþróttaiðkunar.

Því er augljóst að í flestum íþróttum er nánast ómögulegt að æfa eða keppa.

Sóttvarnalæknir beinir því til Íþrótta- og ólympíusambands Íslands að, líkt og gert hefur verið varðandi börn og ungmenni, að tekið verði hlé í æfingum og keppnum á vegum sambandsins og aðildarfélaga þeirra á meðan samkomubann varir.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics