Hoppa yfir valmynd

Sviðsmyndir um mögulegar afkomu- og skuldahorfur ríkissjóðs og hins opinbera

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um opinber fjármál sem felur í sér að veitt verði nauðsynlegt ráðrúm í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru til þess að undirbúa endurskoðun fjármálastefnu fyrir árin 2018–2022, gerð fjármálaáætlunar fyrir árin 2021–2025 og fjárlagafrumvarps fyrir árið 2021 og leggja fram samhliða á þingsetningarfundi haustið 2020, svo og þær skattalagabreytingar og aðrar ráðstafanir í ríkisfjármálum sem því fylgja.

Með frumvarpinu fylgja sviðsmyndir (sbr. fylgiskjal I) um mögulegar afkomu- og skuldahorfur ríkissjóðs og hins opinbera, sem kynntar voru fyrir fjárlaganefnd Alþingis í gær. Greining ráðuneytisins miðar að því að varpa ljósi á mögulega stærðargráðu áfallsins og efnahagslegar áskoranir sem hagkerfið stendur frammi fyrir vegna heimsfaraldursins.

Glærukynning sem fylgir þeirri umfjöllun hefur nú verið birt á vef Alþingis.

  • Sviðsmyndir um afkomu- og skuldahorfur ríkissjóðs og hins opinbera

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics