Hoppa yfir valmynd

Viðbragðsáætlun almannavarna: Heimsfaraldur – Landsáætlun

Ríkislögreglustjórinn og sóttvarnalæknir hafa gefið út viðbragðsáætlun sem ætlað er að segja fyrir um skipulag og stjórn aðgerða vegna hvers kyns heimsfaraldurs. Áætlunin styðst við lög um almannavarnir nr. 82/2008 og sóttvarnalög nr. 19/1997. Fyrri útgáfa þessarar áætlunar bar heitið Landsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu og hefur hlutverk hennar nú verið víkkað og nær yfir heimsfaraldra veikinda af hvaða toga sem er. Kjartan Þorkelsson settur ríkislögreglustjóri og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir undirrituðu áætlunina í morgun og hefur hún verið birt á vefjum embættis landlæknis og almannavarna.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics