Hoppa yfir valmynd

Breyttu fyrirkomulagi um afhendingu lyfja (skriflegt umboð) frestað til 30. mars

Breyttu fyrirkomulagi um afhendingu lyfja, sem taka átti að gildi þriðjudaginn 10. mars 2020, hefur verið frestað til 30. mars næstkomandi. Í tilkynningu Lyfjastofnunar um frestunina segir að í ljósi örrar fjölgunar COVID-19 smita sé  mikilvægt að hægja á eða stöðva ferla sem geti haft aukna smithættu í för með sér. Skriflegt umboð sé þess eðlis að það auki hættu á að veirur berist manna á milli. Því hafi Lyfjastofnun ákveðið að fresta kröfu um skriflegt umboð til 30. mars nk.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics