Hoppa yfir valmynd
Consulate General of Iceland in New York

Ertu á leiðinni út um páskana? Er vegabréfið þitt í gildi?

🔹 Nú þegar ferðalög Íslendinga eru komin aftur á skrið eftir faraldurinn er rétt að minna fólk á að huga að gildistíma vegabréfa sinna. Fjölmargar aðstoðarbeiðnir berast nú borgaraþjónustunni vegna útrunninna vegabréfa.
🔹 Það getur verið flókið og stundum illmögulegt að bjarga slíkum málum sem oft leiða til þess að fjölskyldur eða ferðahópar þurfa að breyta áætlunum sínum með miklum tilkostnaði. Þá getur verið gott að eiga ljósrit af vegabréfinu í tölvupósti ef vegabréf glatast.
🔹 Vegabréf eru einu gildu ferðaskilríkin sem gefin eru út á Íslandi og eru nauðsynleg bæði til Norðurlandanna og innan Schengen svæðisins. Mörg ríki gera kröfu um að vegabréf séu í gildi í sex mánuði frá áætluðum ferðalokum og þá geta flugfélög krafist þess að ferðamenn framvísi vegabréfum áður en gengið er um borð í flugvél.
🔹 Vegabréf fullorðinna gilda í tíu ár frá útgáfudegi en vegabréf barna einungis í fimm ár. Móttaka umsókna um vegabréf er hjá sýslumönnum og tekur afgreiðslan að jafnaði fjóra daga. Þá er hægt að sækja um hjá fjölmörgum sendiráðum Íslands, auk þess sem ræðismenn geta bjargað handskrifuðum neyðarvegabréfum víða um heim sem þó gilda alla jafna eingöngu til heimferðar til Íslands.

 

FB Post

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics