Hoppa yfir valmynd

Viðtöl og fyrirtökur gegnum fjarskipti heimiluð

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Dómsmálaráðherra hefur undirritað breytingar á tveimur reglugerðum, annars vegar um stjórnsýslumeðferð hjúskaparmála nr. 230/1992 og hins vegar um stjórnsýslumeðferð skv. barnalögum nr. 231/1992. Breytingarnar á reglugerðunum sem öðlast þegar gildi, miða að því að gera sýslumönnum kleift að bjóða upp á fyrirtökur og viðtöl í gegnum síma, fjarfundabúnað eða annað fjarskiptatæki.

Með breytingunum er verið að bregðast við núverandi stöðu í samfélaginu og leita leiða til að fækka heimsóknum á sýsluskrifstofur landsins með notkun tækninnar við málsmeðferð í þeim málum sem falla undir barnalög og hjúskaparlög. Þeim breytingum sem lagðar eru til er fyrst og fremst ætlað að beita í undantekningartilvikum vegna þessara sérstakra aðstæðna.

Breytingar á reglugerð um stjórnsýslumeðferð hjúskaparmála má finna hér. Breytingar á reglugerð um stjórnsýslumeðferð skv. barnalögum má finna hér.

Hér má finna reglugerð um breytingu á reglugerð um stjórnsýslumeðferð hjúskaparmála.

Hér má finna reglugerð um breytingu á reglugerð um stjórnsýslumeðferð skv. barnalögum. 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics

This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Read more