Hoppa yfir valmynd

Greinargerð starfshóps um útflutningsþjónustu

Utanríkisráðherra setti haustið 2013 á fót starfshóp um útflutningsþjónustu og markaðssetningu á vörum og þjónustu á erlendum mörkuðum. Var hópnum ætlað að skoða heildstætt fyrirkomulag markaðssetningar á Íslandi og íslenskum vörum og þjónustu erlendis í því skyni að vega og meta hvort unt væri að efla enn frekar þá sókn sem verið hefur í markaðsstarfi með stuðningi þess opinbera undanfarin ár.


Starfshópurinn hefur skilað ráðherra meðfylgjandi greinargerð.

Utanríkisráðherra hefur falið Magnúsi Bjarnasyni, ráðgjafa, að leiða úrvinnslu þeirra tillagna sem fram koma í greinargerðinni og eftir atvikum nauðsynlegan undirbúning framkvæmdar þeirra. Í þeirri vinnu er honum ætlað að hafa samráð og eiga samstarf við þá aðila sem hagsmuna eiga að gæta af því mikilvæga starfi sem fer fram á þessum vettvangi. 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics