Hoppa yfir valmynd

Lyfjafræðingar bætast í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar

Lyfjafræðingar bætast í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar - myndStjórnarráðið

Um 180 heilbrigðisstarfsmenn voru búnir að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar um hádegisbil í dag. Lyfjafræðingafélag Íslands hefur boðið fram aðstoð sína um að biðla til sinna félagsmanna um að skrá sig í bakvarðasveitina og eru lyfjafræðingar þegar farnir að skrá sig í grunninn.

Eins og fram kom í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins í gær hafa Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Læknafélag Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands, heilbrigðisráðherra, landlæknir, sóttvarnalæknir og ríkislögreglustjóri undirritað sameiginlega yfirlýsingu um bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Einnig kom fram í tilkynningunni að áformað væri ræða við félög fleiri heilbrigðisstétta á næstu dögum um mögulega aðkomu þeirra að bakvarðasveitinni. Félag lyfjafræðinga hafði frumkvæði að því að bjóða fram aðstoð sína og hafa þegar nokkrir lyfjafræðingar skráð sig í grunninn eins og áður segir.

Fyrirsjáanlegt er að mikilvægar heilbrigðisstofnanir muni á næstunni þurfa að takast á við mönnunarvanda vegna COVID–19 veirunnar vegna veikindafjarvista eða fjarvista heilbrigðisstarfsfólks sem þarf að sitja tímabundið í sóttkví, líkt og þegar eru dæmi um. Með því að koma á fót bakvarðasveit eins og hér um ræðir, með lista yfir heilbrigðisstarfsfólk sem er reiðubúið til að hlaupa í skarðið ef á reynir, standa vonir til þess að heilbrigðisstofnanir geti mannað í stöður með hraði þegar á þarf að halda.

Leitað er að fólki sem hefur aðstæður og er reiðubúið að koma tímabundið til starfa í heilbrigðisþjónustunni með skömmum fyrirvara, hvort heldur í fullt starf, hlutastarf eða í tímavinnu, eftir því sem aðstæður leyfa. 

 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics

This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Read more