Hoppa yfir valmynd

Norrænir þróunarmálaráðherrar ræða ný þróunarmarkmið SÞ

Þróunarmálaráðherrar Norðurlandanna.

Ráðherrar þróunarmála á Norðurlöndunum funduðu í gær í Stokkhólmi í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem þar fer nú fram, og stýrði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fundinum.

„Við ræddum ýmis mál sem eru ofarlega á baugi í málaflokknum og norræna samvinnu í tengslum við þau, svo sem vinnu við mótun nýrra þróunarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, fjármögnun þróunarsamvinnu og viðskiptamiðaða þróunarsamvinnu. Greindi ég frá að í þeim samningaviðræðum sem framundan eru um ný þróunarmarkmið muni Ísland áfram leggja áherslu á landgræðslu, málefni hafsins, endurnýjanlega orku og jafnrétti kynjanna. Auk þess greindi ég frá þingsályktun um framfarir í lækningu sjúkdóma og skaða á taugakerfinu, segir Gunnar Bragi“.

Ráðherrarnir lögðu áherslu á mikilvægi þess að í nýjum þróunarmarkmiðum verði skýrt kveðið á um jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna og að Norðurlöndin héldu áfram að vinn að þessu í sameiningu. Þá ræddu þeir einnig viðbrögð Norðurlandanna við ebólufaraldrinum og lögðu áherslu á að byggja þurfi upp heilsugæslu í fátækustu ríkjum heims, svo þau séu í stakk búin til að takast á við neyð sem þessa. Faraldurinn sem nú hefur brotist út veldur miklu álagi á heilbrigðiskerfin í viðkomandi löndum, sem fyrir eru veikbyggð og hafa vart bolmagn til að sinna grunnþjónustu.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics