Hoppa yfir valmynd

Lýsa þungum áhyggjum af ástandinu í Úkraínu

Ísland og fjölmörg önnur aðildarríki Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu taka undir ályktun Evrópusambandsins þar lýst er þungum áhyggjum af ástandinu í Úkraínu. Í ályktun ríkjanna er allt ofbeldi fordæmt og kallað eftir því að gripið verði til aðgerða til að draga úr spennunni og sest að samningaborði.  Skorað er á stjórnvöld að láta þegar í stað af beitingu ofbeldis og að tryggja að grundvallarmannréttindi séu virt en fregnir af pyntingum, ógnunum, mannshvörfum  og dauðsföllum séu gríðarlegt áhyggjuefni.

Aðildarríkin telja að ÖSE hafi mikilvægu hlutverki að gegna til að aðstoða Úkraínu við lausn hinnar alvarlegu stjórnmálakreppu með því að koma á viðræðum stjórnar og stjórnarandstöðu. Utanríkisráðherra Sviss, sem fer með formennsku í ÖSE, lagði í gær fram tillögur til lausnar og styðja aðildarríkin aðgerðir Sviss til þess að stilla til friðar með aðkomu stofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Evrópuráðið.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics