Hoppa yfir valmynd

Fundur utanríkisráðherra með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna

Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, mun í dag eiga fund með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, í höfuðstöðvum stofnurnarinnar í New York. Tæp fimm ár eru liðin frá því að utanríkisráðherra landsins átti síðast fund með aðalframkvæmdastjóra SÞ.

Á fundinum munu þau Ingibjörg Sólrún og Ban Ki-moon ræða jafnréttismál og mikilvægi kynjajafnréttis sem forsendu árangurs í brýnustu verkefnum alþjóðasamfélagsins er varða frið, öryggi og loftslagsbreytingar. Ráðherra situr þessa dagana árlegan fund Kvennanefndar SÞ en í gær kynnti Ban Ki-moon stórtækustu aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi sem sett hefur verið fram hjá Sameinuðu þjóðunum.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics