Hoppa yfir valmynd

Opinber heimsókn utanríkisráðherra Króatíu

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 129


Tonino Picula, utanríkisráðherra Króatíu, kemur í opinbera heimsókn til Íslands í kvöld, þriðjudaginn 18. desember. Hann mun eiga fund með Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra á morgun, 19. desember, á Þingvöllum, en á sama degi fyrir tíu árum viðurkenndu íslensk stjórnvöld, fyrst ríkja, sjálfstæði Króatíu.

Á fundi sínum ræða ráðherrarnir meðal annars um baráttuna gegn hryðjuverkum, ástand mála á Balkanskaga og samskipti Króatíu við Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið. Þá fjalla ráðherrarnir um tvíhliða samskipti Króatíu og Íslands og skrifa undir yfirlýsingu um aukin samskipti ríkjanna.

Með utanríkisráðherra Króatíu í för eru meðal annars Josko Paro, aðstoðarutanríkisráðherra Króata, og Zenko Micic, aðstoðarferðamálaráðherra Króatíu. Aðstoðarferðamálaráðherrann mun, ásamt fulltrúa viðskiptaráðuneytis og utanríkisráðuneytis Króatíu, hitta Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, og Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, auk aðila úr ferðamála- og viðskiptalífi Íslands. Á fundum þeirra verða ræddir möguleikar á auknum samskiptum Króatíu og Íslands á sviði viðskipta, ferðamála og menningar.

Í tilefni tíu ára sjálfstæðis Króatíu mun utanríkisráðherra Króata heiðra Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Washington og fyrrverandi utanríkisráðherra.




Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 18. desember 2001.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics