Hoppa yfir valmynd

Nr. 068, 29. september 2000. Samstarfssamningur RANNÍS og Vísindastofnunar Bandaríkjanna undirritaður

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkis- og menntamálaráðuneytunum


Nr. 068

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, Björn Bjarnason, menntamálaráðherra og Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna munu á morgun undirrita samstarfssamning Rannsóknarráðs Íslands og Vísindastofnunar Bandaríkjanna (National Science Foundation) við athöfn í Ráðherrabústaðnum.

Um fjórðungur íslenskra námsmanna við nám erlendis sækir til Bandaríkjanna og um helmingur doktorsgráða sem Íslendingar afla sér eru frá bandarískum háskólum. Hinum víðtæku samböndum sem við þetta myndast milli íslenskra og bandarískra vísindamanna er brýnt að fylgja eftir að námsdvöl lokinni með stuðningi á sviði vísinda-og tæknisamstarfs.

Vísindastofnun Bandaríkjanna gegnir mikilvægu forystuhlutverki í vísinda-og tæknimálum í Bandaríkjunum og mun samstarfssamningurinn verða grundvöllur enn blómlegra samstarfs Íslands og Bandaríkjanna á þessu sviði.



Utanríkis- og menntamálaráðuneytið,
Reykjavík, 29. september 2000.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics