Hoppa yfir valmynd

Andlát Grétars Más Sigurðssonar, sendiherra og fyrrverandi ráðuneytisstjóra

Grétar Már Sigurðsson
GMS

Grétar Már Sigurðsson, sendiherra og fyrrverandi ráðuneytisstjóri, andaðist í morgun, 50 ára að aldri, eftir baráttu við illvígt mein.

Grétar Már átti langan og farsælan feril í utanríkisþjónustunni og tengdum störfum frá árinu 1987. Hann var í fararbroddi íslenkra embættismanna í samskiptum við Evrópusambandið og gegndi lykilstörfum við rekstur samningsins um Evrópska efnahagssvæðið frá upphafi auk þess að gegna starfi aðstoðarframkvæmdarstjóra EFTA um tíma. Grétar Már var skipaður sendiherra í utanríkisþjónustu Íslands í september 2001 og ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu í júlí 2006. Síðasta starf hans í utanríkisráðuneytinu var staða sérstaks Evrópuráðgjafa utanríkisráðherra. Grétar Már sinnti störfum sínum af einstakri elju og vandvirkni þrátt fyrir að hafa á síðustu mánuðum háð baráttu við erfiðan sjúkdóm.

Grétar Már Sigurðsson lætur eftir sig eiginkonu, Dóru Guðrúnu Þorvarðardóttur, og þrjár dætur.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics