Hoppa yfir valmynd

Ísland heldur fram jafnrétti og endurnýjanlegri orku hjá Alþjóðabankanum

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 118/2007

Ársfundur Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fór fram í Washington DC í gær. Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og fjármálaráðherra, Árni Matthiesen, sátu fundinn fyrir Íslands hönd auk Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra.

Utanríkisráðherra, sem tók þátt í fundi þróunarnefndar Alþjóðabankans fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, lýsti þar fyrir þeirra hönd yfir stuðningi við áherslur og framtíðarsýn nýs forseta Alþjóðabankans, Robert B. Zoellick. Þá lagði ráðherra áherslu á að stofnanir Alþjóðabankans ynnu saman sem ein heild.

Í umræðu á fundinum um langtíma stefnumörkun Alþjóðabankans hnykkti ráðherra á mikilvægi jafnréttis og samþættingu kynjasjónarmiða í öllu starfi Alþjóðabankans. Þá lagði hún áherslu á mikilvægi loftslagsmála og á hlutverk hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa í tengslum við þróunarmál.

Á fundi Þróunarmálanefndarinnar var einnig rætt um mikilvægi endurfjármögnunar Alþjóðaframfarastofnunarinnar (International Development Agency), og voru ríki hvött til að standa við skuldbindingar sínar um framlög til stofnunarinnar og þróunarsamvinnu almennt. Hlutverk Alþjóðaframfarastofnunarinnar í samræmingu og framkvæmd alþjóðlegrar þróunaraðstoðar skiptir sköpum til að ná árangri.

 

Yfirlýsing utanríkisráðherra fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkja

 



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics