Hoppa yfir valmynd

Málefni kvenna rædd hjá Sameinuðu þjóðunum

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, hélt hinn 13. október sl., ræðu um réttindi kvenna fyrir Íslands hönd í þeirri nefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um félags- og mannréttindamál.

Í ræðu sinni sagði fastafulltrúi að Ísland legði mikla áherslu á jafnrétti kynjanna, bæði heima fyrir og á alþjóðvettvangi. Hann hvatti þjóðir til að fullgilda alþjóðsamninginn um afnám allrar mismununar gagnvart konum, og valkvæðar bókanir við hann. Aldarfjórðungur er nú liðinn frá því samningurinn var fyrst undirritaður.

Fastafulltrúi vék einnig að kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna (CSW-Commission on the Status of Women) og því mikilvæga verkefni sem liggur fyrir nefndinni á 49. fundi hennar í febrúar nk., að fara yfir framkvæmdaáætlunina sem gerð var í Peking árið 1995 og niðurstöðu 23. aukaallsherjarþings Sameinuðu þjóðanna árið 2000. Fundur kvennanefndarinnar muni gefa þjóðum heims kærkomið tækifæri til að skilgreina hvar skóinn kreppi í þessum efnum.

Í ræðu sinni lagði hann einnig áherslu á að ekki mætti á nokkurn hátt draga úr þeim árangri sem þegar hefur náðst. Hann nefndi einnig nokkur málefni sem verði að teljast sérstakt áhyggjuefni, svo sem mansal, ofbeldi gagnvart konum, takmarkanir á ferðafrelsi kvenna í sumum ríkjum, takmarkaða stjórnmálaþátttöku kvenna og launamun kynjanna. Ræða fastafulltrúa fylgir hjálagt.

Ræða um réttindi kvenna í þriðju nefnd.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics