Hoppa yfir valmynd

Samúðarkveðjur utanríkisráðherra vegna hryðjuverkaárásanna á Spáni

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, hefur í dag ritað Ana Palacio, utanríkisráðherra Spánar, bréf þar sem hann lýsir hryggð sinni vegna hryðjuverkaárásanna í Madrid í morgun og vottar aðstandendum látinna og særðra samúð fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Utanríkisráðherra fordæmir árásirnar sem enn hafa sýnt fram á þörf þess að efla baráttuna gegn hvers konar hryðjuverkastarfsemi.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics