Hoppa yfir valmynd

Utanríkisráðherra fundar með Dr. Riad Malki utanríkisráðherra Palestínu

Riad Malki og Össur Skarphéðinsson
Riad Malki og Össur Skarphéðinsson

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Dr. Riad Malki utanríkisráðherra Palestínu. Á fundinum ræddu ráðherrarnir samskipti Íslands og Palestínu og leiðir til þess að endurvekja friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Eins ræddu ráðherrarnir umsókn Palestínu um aðild að Sameinuðu Þjóðunum og yfirlýstan stuðning Íslands við hana.

Heimsókn Dr. Malki til Íslands hófst í dag en í fyrramálið munu ráðherrarnir halda sameiginlegan blaðamannafund í Þjóðmenningarhúsinu kl 10:30 þar sem tilkynnt verður um formlega viðurkenningu Íslands á sjálfstæði og fullveldi Palestínu og um upptöku stjórnmálasambands milli ríkjanna. Utanríkisráðherra Palestínu mun síðan flytja opinn fyrirlestur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í Norræna Húsinu kl 14:45 á morgun.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics