Hoppa yfir valmynd

Fyrsta námskeiðið um þróunarsamvinnu, mannúðar- og friðarstarf

Ljósmynd: Þátttakendur og skipuleggjendur námskeiðs um verksvið innlendra og alþjóðlegra stofnana sem koma að alþjóðlegri þróunarsamvinnu, friðarstarfi og neyðaraðstoð.
namskeid_alth_throunarsamv

Um helgina lauk velheppnuðu námskeiði um verksvið innlendra og alþjóðlegra stofnana sem koma að alþjóðlegri þróunarsamvinnu, friðarstarfi og neyðaraðstoð. Námskeiðið var haldið í samvinnu Rauða krossins, Þróunarsamvinnustofnunar og utanríkisráðuneytisins og Endurmenntunatstofnunar Háskóla Íslands og er hið fyrsta sem haldið er undir þessum formerkjum.

Námskeiðið samanstóð af fyrirlestrum og verklegum æfingum undir leiðsögn sérfræðinga frá ofangreindum stofnunum. Alls luk 25 manns námskeiðinu og komust færri að en vildu. Markmiðið með námskeiðinu var að efla gagnrýna umræðu um alþjóðastarf á þessu sviði og veita þátttakendum innsýn í flókið samspili ólíkra gerenda á vettvangi starfsins. Stefnt er að því að halda annað námskeið í haust.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics