Hoppa yfir valmynd

Þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar haldið í skugga Covid-19

Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus aðalframkvædmastjóri WHO - myndMynd: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin

73. þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefst á mánudaginn og stendur í tvo daga. Þingið er haldið í skugga COVID-19 heimsfaraldursins. Það fer fram á Netinu og meginumfjöllunarefnið verður faraldurinn og viðbrögð þjóða við honum. Hægt verður að fylgjast beint með þinginu í streymi á vef stofnunarinnar sem hefst með ávarpi Dr Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóra WHO. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tekur þátt í þinginu og ávarpar það fyrir Íslands hönd.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics