Hoppa yfir valmynd

Afhending trúnaðarbréfs

Svavar Gestsson, sendiherra, afhendir trúnaðarbréf
Svavar Gestsson, sendiherra, afhendir trúnaðarbréf

Þann 22. nóvember sl. afhenti Svavar Gestsson Margréti Þórhildi Danadrottningu trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. Afhending trúnaðarbréfs fór fram með viðhöfn í Fredensborg höll fyrir utan Kaupmannahöfn. Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn var sett á stofn árið 1920 og er því elsta starfandi sendiráð Íslands. Svavar Gestsson er sautjándi sendiherra Íslands í Danmörku og tók við af Þorsteini Pálssyni, sem lét af störfum í utanríkisþjónustunni þann 1. nóvember sl.

Ísland og Danmörk eru tengd margra alda sögulegum böndum. Í dag telst Danmörk vera ein af þremur helstu viðskiptaþjóðum Íslands og þar búa fleiri Íslendingar en nokkurs staðar annars staðar utan Íslands.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics