Hoppa yfir valmynd

Traust á tímum kórónuveiru

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra - myndHeilbrigðisráðuneytið

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skrifar:

Í gær tók ég ákvörðun um að fram­lengja til 4. maí tak­mark­an­ir á sam­kom­um og skóla­haldi sem áttu að falla úr gildi 13. apríl til að hefta út­breiðslu COVID 19-sjúk­dóms­ins, í sam­ræmi við til­lögu sótt­varna­lækn­is. Ég hef haft það leiðarljós í allri ákv­arðana­töku minni í viðbrögðum við sjúk­dómn­um að hlusta á og fylgja fag­leg­um leiðbein­ing­um okk­ar besta fólks í þess­um efn­um. Sótt­varna­lækn­ir hef­ur veitt mér skýra og fag­lega leiðsögn og hafa ákv­arðanir sem ég hef tekið um sam­komu­bönn og -tak­mark­an­ir verið byggðar á þeirri leiðsögn.

Sam­kvæmt könn­un­um sem birt­ar voru í lok mars ber al­menn­ing­ur mikið traust til stjórn­valda og heil­brigðis­kerf­is­ins nú þegar COVID 19-sjúk­dóm­ur­inn ger­ir inn­rás í landið okk­ar. Sam­kvæmt þjóðar­púlsi Gallup ber al­menn­ing­ur m.a. mikið traust til heil­brigðis­yf­ir­valda. Könn­un­in var gerð 20.-26. mars og í henni voru mæld viðhorf al­menn­ings til ým­issa þátta sem tengj­ast far­aldr­in­um. 45% aðspurðra sögðust treysta al­manna­vörn­um og heil­brigðis­yf­ir­völd­um „full­kom­lega“ í bar­átt­unni, 38% mjög vel og 12% vel. Ein­ung­is 2 pró­sent sögðust treysta heil­brigðis­yf­ir­völd­um frek­ar illa eða alls ekki.

Í könn­un MMR um COVID 19-sjúk­dóm­inn, sem var birt í lok mars, sagðist 91% svar­enda bera frek­ar eða mjög mikið traust til al­manna­varna í tengsl­um við viðbrögð þeirra við út­breiðslu kór­óna­veirunn­ar. 88% aðspurðra kváðust bera mikið traust til heil­brigðis­stofn­ana og 82% til lög­regl­unn­ar.

Þess­ar kann­an­ir sýna að heil­brigðis­yf­ir­völd og þær stofn­an­ir sem sinna mik­il­væg­um hlut­verk­um í viðbrögðum við far­aldr­in­um njóta mik­ils trausts meðal al­menn­ings. Það er mik­il­vægt að finna þetta traust því það er að mínu mati lyk­il­for­senda þess að okk­ur tak­ist vel að virkja al­menn­ing til þátt­töku í sótt­varn­araðgerðum.

Ég tel að það hafi þýðingu að hér á landi ákváðu stjórn­völd að treysta því kerfi sem við höf­um sjálf búið okk­ur; fara að ráðum fag­fólks, treysta al­menn­ingi til þess að taka þátt í sótt­varn­araðgerðum án þess að beita harðræði, boðum og bönn­um, og verja lýðræðið. Víðtæk­ari heim­ild­ir rík­is­stjórna til að taka ákv­arðanir tengd­ar far­aldr­in­um, án aðkomu þinga og lýðræðis­lega kjör­inna full­trúa, hafa verið veitt­ar í ná­granna­lönd­um okk­ar, til dæm­is í Nor­egi. Slík­ar aðgerðir eru ekki til þess falln­ar að styrkja lýðræðið.

Við meg­um nefni­lega ekki gleyma því að lýðræðið er ekki sjálf­gefið. Við þurf­um að passa upp á það og gæta þess alltaf, en kannski sér­stak­lega á krísu­tím­um sem þess­um. Virkt þing, mik­il upp­lýs­inga­miðlun og það að láta fag­leg sjón­ar­mið ráða för við ákv­arðana­töku eru til dæm­is þætt­ir sem skipta miklu í því sam­hengi og sem ég hef lagt áherslu á í viðbrögðum mín­um við inn­rás COVID 19-sjúk­dóms­ins í landið. Ég mun halda því áfram.

Grein heilbrigðisráðherra birtist í Morgunblaðinu 4. apríl 2020

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics