Hoppa yfir valmynd

Nr. 066, 1. júlí 1998: Viðtalstímar sendiherra og fastafulltrúa

Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu



Nr. 66.

Utanríkisráðuneytið býður fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra Íslands þegar þeir eru staddir hérlendis til þess að ræða hagsmunamál sín erlendis, viðskiptamöguleika og önnur málefni þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði.
Sendiherra Íslands í Þýskalandi, Ingimundur Sigfússon, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu þriðjudaginn 7. júlí frá kl. 09:00 til 10:00 eða eftir nánara samkomulagi. Önnur umdæmislönd sendiráðsins eru Austurríki, Serbía-Svartfjallaland, Sviss og Ungverjaland.
Sendiherra Íslands í Bretlandi, Benedikt Ásgeirsson, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu mánudaginn 20. júlí frá kl. 09:00 til 12:00 eða eftir nánara samkomulagi. Önnur umdæmislönd sendiráðsins eru Grikkland, Holland, Indland, Írland, Maldíveyjar og Nepal.
Sama dag, mánudaginn 20. júlí, verður til viðtals í ráðuneytinu sendiherra Íslands í Kína, Ólafur Egilsson, frá kl. 13:00 til 16:00 eða eftir nánara samkomulagi. Önnur umdæmislönd sendiráðsins eru Ástralía, Indónesía, Japan, Mongólía, Norður-Kórea, Nýja-Sjáland, Suður-Kórea, Taíland og Víetnam.
Sendiherra Íslands í Frakklandi, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu þriðjudaginn 28. júlí frá kl. 09:00 til 12:00 eða eftir nánara samkomulagi. Önnur umdæmislönd sendiráðsins eru Andorra, Ítalía, Portúgal, San Marínó og Spánn. Jafnframt gegnir sendiráðið hlutverki fastanefndar gagnvart Efnahags- og þróunarsamvinnustofnuninni (OECD), Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) í Róm á Ítalíu.
Fastafulltrúi Íslands í Genf, Benedikt Jónsson, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu fimmtudaginn 27. ágúst frá kl. 09:00 til 12:00 eða eftir nánara samkomulagi. Fastanefndin fer með fyrirsvar Íslands gagnvart Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), Skrifstofu Sameinuðu þjóðana í Genf og öðrum alþjóðastofnunum sem hafa aðsetur í Genf og Ísland er aðili að.
Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 560-9900.


Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 1. júlí 1998.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics