Hoppa yfir valmynd

Nr. 098, 23. október 1998: Í dag var undirritaður í Kaupmannahöfn norrænn samningur um framkvæmd tiltekinna ákvæða um ríkisborgararétt.

Nr. 98.


Í dag var undirritaður í Kaupmannahöfn norrænn samningur um framkvæmd tiltekinna ákvæða um ríkisborgararétt. Samningurinn er af Íslands hálfu gerður samkvæmt heimild í lögum nr. 100/1952 um íslenskan ríkisborgarétt með breytingum samkvæmt lögum nr. 49/1982.
Samningurinn felur í sér að norrænir ríkisborgarar öðlast sérstök réttindi þegar sótt er um ríkisborgararétt í öðru norrænu ríki. Lögheimili í einu norrænu ríki er í vissum tilvikum metið til jafns við lögheimili í öðru norrænu ríki sem sótt er um ríkisborgararétt í. Samningurinn leysir af hólmi samning milli Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar frá 1969 og gerir ráð fyrir aðild Íslands.
Róbert Trausti Árnason, sendiherra Íslands í Danmörku, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd.

Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 23. október 1998.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics