Hoppa yfir valmynd

Óformlegur ráðherrafundur ÖSE í Slóvakíu.

Frá utanríkisráðherrafundinum í Slóvakíu - myndSlovakia MFA

Átakavarnir og styrking þeirra í framtíðarstarfi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) voru meginviðfangsefni óformlegs ráðherrafundar stofnunarinnar, sem haldinn var Tatra-fjöllum í Slóvakíu 9. júlí 2019. Guðni Bragason, fastafulltrúi Íslands hjá ÖSE í Vínarborg, sat fundinn fyrir hönd Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra.

Áherslur Íslands í sambandi við fundinn voru m. a. þær að nota skyldi betur aðferðir og tæki stofnunarinnar, til að koma í veg fyrir átök og miðla málum í deilum. Úkraínudeilan væri helst ógn við öryggi í álfunni. Mikilvægustu tækin væru samningar, sem gerðir hefðu verið á vegum ÖSE, auk eftirlitssveita á vettvangi, og hinna þriggja stofnana ÖSE, sem vinna að lýðræðislegri uppbyggingu, mannréttindum, réttindum minnihluthópa og frelsi fjölmiðla.

Ísland leggur áherslu á hina heildstæðu öryggishugmynd ÖSE, sem byggð er á lokaskjalinu frá Helsinki og Parísarsáttmálanum. Lögð er áhersla á endurskoðun Vínarskjalsins, styrkingu Samningsins um opna lofthelgi og Samningsins um takmörkun hefðbundins herafla í Evrópu, og auk þess viðræðna um takmörkun vígbúnaðar, ekki síst með tilliti til nýrra öryggisógna og viðleitni til að koma í veg fyrir hættuleg átök á hafi úti.

Ræða fastafulltrúa, 9. júlí 2019.

  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 1

Tags

16. Friður og réttlæti

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics