Hoppa yfir valmynd

Nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra

Borgar Þór Einarsson
Borgar Þór Einarsson

 

Borgar Þór Einarsson hæstaréttarlögmaður hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og hefur hann störf í dag. 

Borgar Þór hefur starfað sem lögmaður frá árinu 2004, nú síðast hjá CATO lögmenn þar sem hann hefur verið einn af eigendum frá 2014. Hann var eigandi á lögmannsstofunni OPUS á árunum 2010-2014 en þar áður starfaði hann sem lögfræðingur í Landsbankanum og á lögmannsstofunni LEX. Borgar Þór var aðstoðarmaður menntamálaráðherra á árunum 2003-2004 og hefur gegnt ýmsum félags- og trúnaðarstörfum í gegnum tíðina, m.a. stýrt starfshópi heilbrigðisráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu. Þá hefur hann um árabil gegnt embættum á vettvangi Lögmannafélags Íslands, bæði sem varaformaður og ritari. Borgar Þór var formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 2005-2007.

 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics