Hoppa yfir valmynd

Nr. 111, 23. nóvember 1999. Ræða fastafulltrúa Íslands hjá S.þ. um hafið

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 111


Fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Þorsteinn Ingólfsson sendiherra, flutti í gær ræðu um málefni hafsins á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Í ræðunni fagnaði fastafulltrúinn skýrslu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um málefni hafsins og hafréttarmálefni sem hann sagði vera umfangsmikla og endurspegla bætta samvinnu milli þeirra deilda Sameinuðu þjóðanna sem að þessum málum koma. Í ræðunni er lögð þung áhersla á mikilvægi þess að standa vörð um Hafréttarsamninginn og að stuðla að framkvæmd hans. Jafnframt er lýst áhyggjum yfir stærð og afkastagetu fiskiflotans í heiminum. Umframgeta hans sé aðalástæðan fyrir ofveiði og þar með minnkun fiskistofna á mörgum svæðum. Því er lýst yfir að íslensk stjórnvöld telji ríkisstyrki í sjávarútvegi vera aðalástæðuna fyrir þessari umframgetu.





Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 23. nóvember 1999.


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics