Hoppa yfir valmynd

Nr. 113, 10. desember 1998: Halldór Ásgrímsson veitir viðtöku gjöf bandarískra stjórnvalda til Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík.

Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu


Nr. 113

Í dag kl. 14 afhendir varnarliðið fyrir hönd bandarískra stjórnvalda að gjöf sex björgunarbifreiðar til Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Sérstök athöfn verður á Keflavíkurflugvelli af því tilefni. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra flytur stutt ávarp og veitir gjöfinni viðtöku fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og afhendir hana síðan Inga Þór Þorgrímssyni fulltrúa flugbjörgunarsveitarinnar.

Bakgrunnsupplýsingar verða sendar fljótlega og hafa má samband við Friðþór Eydal blaðafulltrúa varnarliðsins í síma 425-4552.


Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 10. desember 1998.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics