Hoppa yfir valmynd

Ráðuneytisstjóri ávarpar útskriftarnemendur við Sjávarútvegsskóla Háskóla SÞ

Hluti útskriftarnemenda sjávarútvegsskóla SÞ

Hinn 5. mars sl., útskrifuðust 22 nemendur frá 13 löndum frá Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, þar af 9 konur. Með útskriftinni lauk Sjávarútvegsskólinn sínu fimmtánda starfsári, en hann hóf starfsemi árið 1998. Frá upphafi hafa 263 nemendur frá 47 löndum útskrifast frá skólanum.

Sjávarútvegsskólinn er rekinn af Hafrannsóknastofnun, í nánu samstarfi við Matís, Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólann á Hólum. Framlög til skólans eru hluti af framlögum Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu, en samstarf á sviði sjávarútvegsmála hefur verið sérstakt áherslusvið í þróunarsamvinnu Íslendinga frá upphafi. Markmið skólans er að efla sérfræðiþekkingu í sjávarútvegi og fiskveiðum í þróunarríkjum en auk sex mánaða þjálfunar á Íslandi heldur skólinn reglulega námskeið í þróunarlöndum.

Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins flutti ávarp við útskriftina. Hann  lagði ríka áherslu á gott starf skólans og mikilvægi þeirra fyrir framfarir í þróunarlöndum. Útskrifaðir nemendur gegna þýðingarmiklu hlutverki í uppbyggingu á sviði fiskimála þegar heim er snúið eftir sex mánaða dvöl á Íslandi.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics