Hoppa yfir valmynd

Breyttar reglur varðandi ESTA

Þeir sem hyggja á ferð til Bandaríkjanna athugið:

Bandarísk stjórnvöld hafa tekið upp breyttar reglur varðandi vegabréfsáritanir og undantekningar frá þeim, ESTA. Þeir sem ferðast hafa til Íran, Írak, Súdan eða Sýrlands eftir 1. mars 2011 geta nú ekki lengur fengið ESTA heldur þurfa að fara í gegnum hefðbundið vegabréfsáritunarferli hjá bandaríska sendiráðinu. Flestir þeir sem farið hafa vegna vinnu sinnar til þessara ríkja geta sótt um ESTA og fengið það metið í hverju tilfelli fyrir sig. Þá er fólki með tvöfalt ríkisfang, þar sem annað ríkisfangið er frá einu ofantalinna ríkja gert að sækja um áritun.

Allar nánari upplýsingar er að finna á vef bandaríska utanríkisráðuneytisins og hjá bandaríska sendiráðinu á Íslandi. Hér er síðan hægt að athuga hvort þú þurfir vegabréfsáritun eða getir sótt um ESTA.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics