Hoppa yfir valmynd

Eystrasaltsráðið 25 ára

Guðlaugur Þór opnar málþingið
Guðlaugur Þór opnar málþingið

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, flutti í gær opnunarávarp á málþingi í Hörpu um þróun alþjóðamála við Eystrasaltið, sem haldið var í tilefni af 25 ára afmæli Eystrasaltsráðsins. Í ræðu sinni minnti Guðlaugur Þór á mikilvægi þess að skiptast á skoðunum, sérstaklega á tímum óstöðugleika og óvissu, og ræddi sameiginleg gildi innan Eystrasaltsráðsins. Ísland gegnir formennsku í Eystrasaltsráðinu fram í júlí á þessu ári og er lögð sérstök áhersla á málefni barna, jafnrétti og lýðræði í formennskuáætlun Íslands.

Uffe Ellemann-Jensen, fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur og annar af stofnendum Eystrasaltsráðsins var aðalræðumaður á málþinginu og Franz Thönnes, varaformaður utanríkismálanefndar þýska þingsins, flutti einnig erindi. Í pallborðsumræðum var farið yfir framtíð svæðisbundinnar þróunar við Eystrasaltið og styrkleika í núverandi samstarfi. Þátttakendur í pallborði voru Jóna Sólveig Elínardóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, Jörgen Pettersson, varaformaður Þingmannaráðstefnu Eystrasaltsins, Maira Mora, framkvæmdastjóri skrifstofu Eystrasaltsráðsins, Andri Yrkill Valsson, blaðamaður og stjórnmálafræðingur, ásamt Sergey Petrovich, formanni Barentsráðsins.

Mirjam Külm, verkefnastjóri samskiptamála hjá skrifstofu Eystrasaltsráðsins, stjórnaði pallborðsumræðum, en fundarstjóri var Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra og formaður stjórnarnefndar Eystrasaltsráðsins.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics