Hoppa yfir valmynd

Samráðsgátt: þróunarsamvinnustefna 2019-2023

Utanríkisráðuneytið kynnir drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019-2023 á samráðsgátt um opið samráð stjórnvalda. 

Stefnan er unnin í samræmi við lög um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands nr. 121/2008. Hún byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og eru mannréttindi, jafnrétti kynjanna og umhverfismál lögð til grundvallar. 

Stefnan er nú til umsagnar hjá þróunarsamvinnunefnd sem er lögbundinn umsagnaraðili. Í þróunarsamvinnunefnd sitja fulltrúar borgarasamtaka, atvinnulífs og háskólasamfélagsins sem og fulltrúar allra þingflokka. 

Frestur til að skila umsögnum til rennur út á miðnætti fimmtudaginn 13. september 2018. Sjá stefnu á samráðsgátt.

 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics