Hoppa yfir valmynd

Viðræður um varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 026

Viðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda sem hófust í gær í utanríkisráðuneytinu um varnarsamstarf ríkjanna lauk síðdegis í dag. Aðallega var rætt um drög að nýrri varnaráætlun fyrir Ísland sem Evrópuherstjórn Bandaríkjanna hefur gert, en Ísland er í umdæmi hennar.

Utanríkisráðherra mun gera utanríkismálanefnd grein fyrir viðræðunum á fundi nefndarinnar laugardaginn 29. apríl. n.k.

Gert er ráð fyrir að viðræður Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarfið haldi áfram fljótlega.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics