Hoppa yfir valmynd

Utanríkisráðherra fordæmir harðlega árás hryðjuverkamanna á höfuðstöðvar S.þ. í Baghdad

Nr. 073

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Utanríkisráðherra fordæmir harðlega árás hryðjuverkamanna á höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Baghdad sem varð mörgum starfsmönnum samtakanna að bana, þ.á m. Sergio Vieira de Mello, mannréttindafulltrúa S.þ., sem var þar sérstakur fulltrúi Kofi Annan, framkvæmdastjóra samtakanna.
Utanríkisráðherra vottar aðstandendum þeirra sem létust í þessu hryðjuverki einlæga samúð og lýsir eindregnum stuðningi við áframhaldandi starf Sameinuðu þjóðanna í Írak, sem einkum felst í aðstoð við íraskan almenning og við enduruppbyggingu nauðsynlegra stofnana.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 22. ágúst 2003


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics