Hoppa yfir valmynd

Björn Ingi Hrafnsson nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra

Nr. 074

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Björn Ingi Hrafnsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra og tekur hann til starfa 1. september nk.
Björn Ingi er þrítugur að aldri. Hann nam sagnfræði og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og hefur að undanförnu gegnt störfum skrifstofustjóra Þingflokks framsóknarmanna og verið kynningarfulltrúi Framsóknarflokksins. Áður starfaði hann um árabil við blaðamennsku og dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi.
Björn Ingi er kvæntur Hólmfríði Rós Eyjólfsdóttur hjúkrunarfræðingi. Eiga þau einn son og búa í Reykjavík.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 29. ágúst 2003


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics