Hoppa yfir valmynd

Unnið að rafrænni skráningu meðmælendalista vegna forsetakosninga 2020

Í ljósi þess ástands sem nú ríkir í samfélaginu vegna COVID-19 farsóttarinnar, m.a. vegna samkomubanns sem framlengt hefur verið til og með 3. maí nk., vinnur dómsmálaráðuneytið að því að unnt verði að bjóða upp á rafræna skráningu á meðmælendalista vegna forsetakosninga sem fram fara þann 27. júní 2020.

Vegna þess hefur Alþingi nú til meðferðar frumvarp til breytingar á lögum um framboð og kjör forseta Íslands, þar sem m.a. rafræn söfnun meðmælenda er heimiluð. Ráðuneytið mun birta upplýsingar á vefsíðu sinni og á kosning.is um leið og niðurstaða Alþingis liggur fyrir.

Jafnframt verður unnt að safna meðmælendum með hefðbundnu sniði, þ.e. á pappír. Dómsmálaráðuneytið hefur látið gera eyðublöð fyrir meðmælendur til undirritunar sem forsetaefni geta nýtt sér við framboðið fari söfnun meðmælenda fram með hefðbundnu sniði, þ.e. á pappír. Hefur sérstakt eyðublað verið gert fyrir hvern landsfjórðung.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics