Hoppa yfir valmynd

Fitch tekur skammtímaeinkunnir Íslands til endurskoðunar vegna breyttrar aðferðafræði

Fitch ratings birti í dag fréttatilkynningu um að fyrirtækið hafi sett skammtímaeinkunnir ríkissjóðs fyrir skuldbindingar í innlendum og erlendum gjaldmiðli, á athugunarlista (Under Criteria Observation) með möguleika til hækkunar. Í samræmi við breytta nálgun matsfyrirtækisins hefur Fitch tilkynnt að það muni taka til endurskoðunar skammtímaeinkunnir fyrirtækja og þjóðríkja sem falla í ákveðna flokka lánshæfiseinkunna, í samræmi við nýja aðferðafræði við mat þeirra. Breytingin felur í sér að þeir aðilar sem fá langtímaeinkunnina A eiga nú möguleika á að fá skammtímaeinkunnina F1+ til viðbótar við F1 eins og áður. Þá eiga þeir aðilar sem eru með langtímaeinkunnina BBB+ möguleika á að fá skammtímaeinkunnina F1 til viðbótar við F2 eins og verið hefur. Í tilkynningu Fitch kemur fram að skammtímaeinkunnir Íslands verði mögulega færðar í F1+ úr F1 eins og þær standa nú. Næsti birtingardagur Fitch fyrir lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs er áætlaður 24. maí n.k.

Fréttatilkynning Fitch ratings


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics