Hoppa yfir valmynd

Sendiherra Rússlands kallaður á fund utanríkisráðherra

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kallaði í dag sendiherra Rússlands á Íslandi á sinn fund og gerði honum grein fyrir afstöðu Íslands til stöðu mála í Úkraínu. Ráðherra sagði það grundvallaratriði að Rússar standi við skuldbindingar sínar samkvæmt alþjóðalögum og dragi herlið sitt til baka. Það sé skýr krafa að Rússar leiti sátta með friðsamlegum hætti í stað þess að gripa til hernaðaraðgerða. 

Ráðherra lagði áherslu á mikilvægi þess að dregið verði úr spennu á svæðinu. Þá sé nauðsynlegt að tryggja öryggi allra íbúa Úkraínu og aðkoma alþjóðastofnana sé mikilvæg í því sambandi.


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics