Hoppa yfir valmynd

Stofnun starfshóps um opnun norð-austur íshafsleiðarinnar fyrir Norðurheimskautið

Nr. 088

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Utanríkisráðherra hefur sett á fót starfshóp til að fjalla um opnun norð-austur siglingaleiðarinnar fyrir Norðurheimsskautið og mikilvægi hennar fyrir Ísland.

Ákvörðunin helgast m.a. af því að flestum vísindamönnum sem fjallað hafa um áhrif hlýnandi veðurfars á norðurslóðum ber saman um að draga muni verulega úr ís á siglingaleiðunum fyrir Norðurskautið á næstkomandi áratugum. Samkvæmt sumum spám, er talið að siglingaleiðin fyrir Norður-Rússland kunni að verða opin óstyrktum skipum í a.m.k. tvo mánuði á sumrin innan fimm ára og jafnvel í fjóra til sex mánuði árið 2015.

Ísland hefði mikinn efnahagslegan ávinning af opnun norð-austur siglingaleiðarinnar og opnar hún möguleika á birgðastöð og umskipunarhöfn á Íslandi fyrir flutninga milli Austur-Asíu og ríkja við Norður-Atlantshaf.

Þess er vænst að starfshópurinn, sem lúta mun forystu utanríkisráðuneytisins, taki saman greinargerð um efnið fyrir haustið 2004.

Nánari upplýsingar er að finna í viðhengi.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 19. september 2003.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics