Hoppa yfir valmynd

Nr. 014, 8. mars 1999:Samningur við Össur hf.

Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 014

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, undirritar í dag fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands samning við Össur hf. um kaup á 400 gervifótum sem gefa á fólki í Bosínu - Hersegóvínu. Með samningi þessum er gjöf Íslendinga til íbúa þessa stríðshrjáða lands alls orðin 1.000 gervifætur af fullkomnustu gerð en áður hafði verið gerður samningur um 600 gervilimi. Upphæð samningsins nú er tæpar 30 milljónir íslenskra króna og nemur því heildarverðmæti þessarar aðstoðar Íslendinga um 70 milljónum króna. Hluti af fyrri samningi var þjálfun starfsmanna stoðtækjaverkstæða í borgunum Sarajevo, Mostar og Tuzla og nú bætast við borgirnar Zenica og Livno.


Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 8. mars 1999.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics