Hoppa yfir valmynd

Bók listakonunnar Rúríar, Monograph „Rúrí“ kynnt í Berlín

Bók Rúríar, Monograph „Rúrí“
Bók Rúríar, Monograph „Rúrí“

Bók listakonunnar Rúríar Monograph „Rúrí“ var kynnt fyrir fjölda gesta í sameiginlegu húsi norrænu sendiráðanna í Berlín þann 7. febrúar sl. en meðal gesta voru blaðamenn, fulltrúar gallería og safna. Rúrí þarf ekki að kynna fyrir Íslendingum en með ferli sínum hefur hún skapað sér nafn sem ein af merkustu listakonum norður Evrópu. Viðfangsefni hennar eru fjölbreytileg og vekja upp áleitnar spurningar og fengu gestir að kynnast því í samtali listfræðingsins dr. Christian Schoen við listakonuna. Þá vakti það mikla hrifningu áhorfenda er þeir fengu af eigin raun að upplifa gjörning sem listakonan framdi í lok kynningarinnar. Að kynningunni lokinni var boðið til lítillar móttöku þar sem gestum gafst tækifæri að ræða við listakonuna.

Úgáfa bókarinnar tengist yfirlitssýningu yfir feril Rúríar sem verið er að setja upp í Listasafni Íslands en er þetta í fyrsta skipti sem út kemur bók sem fjallar heilstætt um ferli þessarar merku listakonu. Bókin kemur út hjá þýska listaverkaforlaginu Hatje Cantz.

Samhliða kynningu bókar Rúríar kynnti dr. Christan Schoen og Dr. Cristina Steingräber, hjá Hatje Cantz, bókina Icelandic Art Today, sem jafnframt er gefin út af sama útgefanda, en bókin fjallar um íslenska myndlist og eru í bókinni kynntir 50 íslenskir samtímamyndlistamenn, m.a. Finnbogi Pétursson, Gabríela Friðriksdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Icelandic Love Corporation, Katrín Sigurðardóttir, Margrét H. Blöndal, Ólafur Ólafsson + Libia Castro, Ragnar Kjartansson, Rúrí og Steingrímur Eyfjörð.

Sendiráð Íslands í Berlín bauð til kynningarinnar í samvinnu við listaverkaforlagið Hatje Cantz.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics