Hoppa yfir valmynd

Samráðsfundur afrískra og norrænna ráðherra í Gaborone í Botsvana

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, tók þátt í árvissum samráðsfundi afrískra og norrænna ráðherra sem lauk í Gaborone í Botsvana í dag.

Anna Lindh, fyrrverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar, var frumkvöðull að þessu samstarfi allra norrænna ríkja og þeirra 10 Afríkuríkja sem þá töldust hafa náð lengst í uppbyggingu lýðræðis og stjórnfestu. Þessu ríki eru, Benín, Botsvana, Gana, Lesótó, Malí, Mósambík, Nígería, Senegal, S-Afríka og Tansanía.

Ingibjörg Sólrún hafði framsögu um umbætur í skipulagi og störfum Sameinuðu þjóðanna og um öryggisráðið. Þá var rætt um loftslagsmál, öryggi og frið í Afríku og tengsl lýðræðis og alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Þá átti utanríkisráðherra ýmsa tvíhliða fundi með starfssystkinum.

Ísland styður eindregið að framhald verði á þessu pólitíska samráði, en næsti fundur fer fram í Kaupmannahöfn að ári.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics