Hoppa yfir valmynd

Utanríkisráðherra opnar kynningu á íslenskum afurðum í New York

Nr. 100

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, opnaði í dag kynningu á íslenskum afurðum á stærsta matsölustað í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Aðalræðisskrifstofa Íslands í New York og Iceland Seafood í Bandaríkjunum hafa um hríð undirbúið kynningarátakið sem fram fer undir formerkjum Iceland Naturally.
Fram til 5. desember næstkomandi verða íslenskar sjávarafurðir frá Iceland Seafood, lambakjöt frá Norðlenska og Iceland Spring vatn frá Agli Skallagrímssyni á boðstólum á þremur helstu matsölustöðum í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Daglega snæða á milli níu og tíu þúsund gestir á þessum stöðum, jafnt starfsfólk Sameinuðu þjóðanna og stjórnarerindrekar.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 26. september 2003.


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics