Hoppa yfir valmynd

Nr. 069, 15. ágúst 2001 Utanríkisráðherra til Kosóvó

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 069


Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, hélt í dag til Kosóvó til að kynna sér ástandið og funda með yfirmönnum þeirra alþjóðastofnana sem þar starfa. Ráðherra hittir einnig íslenska friðargæsluliða á svæðinu. Síðdegis í dag hittir utanríkisráðherra Torstein Skiaker, yfirmann KFOR-sveita Atlantshafsbandalagsins í Kósóvó og á morgun hittir ráðherra Hans Hækkerup, yfirmann borgaralegrar stjórnsýslu Sameinuðu þjóðanna (UNMIK) í Kosóvó, og Martin Drake, aðstoðaryfirmann sendinefndar ÖSE í Kosóvó.

Nánari upplýsingar veitir Bergdís Ellertsdóttir sendiráðunautur á alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.




Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 15. ágúst 2001.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics